Forsíða
Áríðandi tilkynning!
Fab Lab Akureyri kunngjörir hér með:
Íbúar Akureyrar og nærsveitungar, við færum yður þær gleðifregnir að laugardaginn 27. september verður opið hús frá 12:00 til 14:00!
Tilefnið er að heiðra Norðurorku og þakka fyrir nýlega styrkveitingu.
Komið, sýnið yður, sjáið aðra og berið tækniundrin augu!
Velkomin á heimasíðu Fab Lab Akureyrar.
Velkomin á heimasíðu Fab Lab Akureyrar.
Almennt eru opnir tímar fimmtudaga á milli 13:00 - 18:00. Sjá dagatal hér að neðan ef ske kynni að þar yrði breyting á.
Kíktu við í kaffi, skoðaðu tækjabúnaðinn og ræðum málin.
Ef einhverjar spurningar vakna, þið viljið bóka heimsókn eða senda fyrirspurn vegna verkefna og aðstöðu, getið þið fundið okkur á Facebook, Instagram og auðvitað sent okkur tölvupóst á: fablabak@gmail.com
Dagatal
Hér gefur að líta dagatal smiðjunnar. Hafið samband til að bóka tíma í heimsókn eða vegna verkefna.
Staðsetning
Smiðjan er í húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri, gengið inn að norðanverðu.